Verk- eða tæknifræðingur í áreiðanleikateymi

Alcoa Fjarðaál leitar að öflugum verk- eða tæknifræðingi í starf áreiðanleikasérfræðings. Álver Alcoa Fjarðaáls er meðal þeirra fullkomnustu í heiminum og mikið er um sjálfvirkan búnað sem er í stöðugri notkun. Áreiðanleikasérfræðingur vinnur að því að tryggja áreiðanleika búnaðarins með sérhæfðu ástandsgreiningarteymi sem styðst við margvíslegar mælingar og samanburð gagna. Fjarðaál er í samstarfi við leiðandi viðhaldsfyrirtæki í þróun sjálfvirkrar vöktunar vélbúnaðar í viðhaldskerfum.

Ábyrgð og verkefni

 • Greina mikilvægi búnaðar
 • Þróa mælikvarða fyrir áreiðanleika
 • Tryggja réttar upplýsingar um búnað
 • Rótargreiningar bilana og vandamála
 • Reikna út kostnað og ávinning
 • Stýra áreiðanleikaverkefnum
 • Áætlarnir og verklýsingar viðhaldsverka
 • Greina viðhaldsgögn og vinna að umbótum
 • Halda utanum varahlutalager

Menntun, hæfni og reynsla

 • Háskólapróf í verkfræði, tæknifræði eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Þriggja ára hagnýt starfsreynsla
 • Geta til að skipuleggja og leiða verkefni
 • Færni í samskiptum og teymisvinnu
 • Frumkvæði og sjálfstæði
 • Vilji til að læra og þróast í starfi
 • Gott vald á íslensku og ensku
 • Góð tölvukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið veitir Gísli Gylfason í tölvupósti á netfangið gisli.gylfason@alcoa.icom eða í síma 470 7700. Í samræmi við jafnréttisstefnu Alcoa Fjarðaáls og lög nr. 150/2020 eru einstaklingar af öllum kynjum hvattir til að sækja um.

Hægt er að sækja um starfið á www.alcoa.is. Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 10. október.