Umsjónarmaður fasteigna- og lauga

Leitum að handlögnum og skipulögðum einstakling. Um er að ræða fjölbreytt starf hjá Vök Baths á Egilsstöðum og er æskilegt að viðkomandi geti gengið í öll tilfallandi verkefni. Viðkomandi myndi bera ábyrgð á húsnæði, laugum, öryggi og þrifum. Húsnæði Vök Baths er um 1000 fm húsnæði og 500 fm laugar. Ásamt 100 fm starfsmannahúsnæði.

Helstu verkefni og ábyrgð
Dagleg umsjón og rekstur.
Almennt viðhald fasteigna og smáviðgerðir ásamt umhirðu á lóð.
Umsjón með tæknikerfum s.s laugar-, öryggis-, aðgangs-, loftræsti- og rafmagnskerfum.
Eftirlit, innkaup og almenn húsvörslustörf.
Verkstjórn og utanumhald þegar kemur að viðhaldi, sorphirðu og þrifum byggingar, húsbúnaðar og tækja.
Tengiliður við aðra verktaka á svæðinu og ábyrgð á þeirra verkefnum.
Ber ábyrgð á að færa inn allar ábendingar og óskir yfirmann í viðhaldsforrit.
Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
Sjálfstæð vinnubrögð.
Góð samskiptahæfni.
Sveigjanleiki.
Frumkvæði.
Iðnmenntun sem nýtist í starfi er kostur.

Hægt er að útvega herbergi í starfsmannahúsnæði svo það er tilvalið fyrir þá sem vilja breyta til og upplifa eitthvað nýtt. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Frekari upplýsingar eru veittar hjá starf@vokbaths.is eða í síma 820 8665. Áhugasamir eru hvattir til að sækja um sem fyrst.