Umsjónarmaður björgunarbátaþjónustu

Við leitum að nákvæmum og ábyrgðarfullum einstaklingi til að hafa umsjón með björgunarbátaþjónustu. Viðkomandi mun sækja námskeið á vegum fyrirtækisins til að öðlast réttindi í skoðun og eftirliti björgunarbáta. Starfsemin fer fram í nýju húsnæði Hampiðjunnar í Neskaupstað.

Helstu verkefni:

  • Skoðanir og viðhald á gúmmíbjörgunarbátum
  • Innkaup og birgðahald
  • Samskipti við birgja og viðskiptavini
  • Almenn vinna á netaverkstæði

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Sjálfstæði, nákvæmni og skipulögð vinnubrögð
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Góð almenn tölvukunnátta

Umsóknarfrestur er til og með 7. júní 2022. Umsókn óskast fyllt út ásamt ferilskrá. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.

Sæktu um starfið með að smella hér