Umdæmisstjóri á Egilsstöðum

Umdæmisstjóri sér um daglegan rekstur Egilsstaðaflugvallar og annarra flugvalla í umdæmi IV. Hefur
umsjón með áætlanagerð, mönnun og búnaði,
ber ábyrgð á virkni gæða- og öryggisstjórnunarkerfis, er leiðandi í uppbyggingu og þróun á þjónustu
og markaðssetningu Isavia á svæðinu og tekur þátt
í gerð markmiða og mælikvarða.
Nánari upplýsingar veitir Sigrún Björk Jakobsdóttir,
framkvæmdastjóri flugvallasviðs,
[email protected]

Hæfniskröfur
• Háskólapróf eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af rekstri og stjórnunarstörfum
• Reynsla af verkefnastjórnun og áætlanagerð
• Þekking á öryggis- og gæðastjórnunarkerfum
• Hæfni í samskiptum og lausn ágreiningsmála

Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar lögreglu og vera með hreint sakavottorð. Nánari upplýsingar er að finna á isavia.is.