Tjarnarskógur auglýsir lausa til umsóknar 100% stöðu leikskólakennara

Menntunar- og hæfniskröfur eru:
• Leikskólakennaramenntun
• Færni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði í starfi
• Jákvæðni, frumkvæði, áhugi og góður samstarfsvilji
• Hæfni og reynsla af verkstjórn eða stjórnun almennt
• Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
• Snyrtimennska og stundvísi
Við hvetjum bæði kynin til að sækja um. Vakin er athygli á því að ef ekki fæst leikskólakennari ráðum við annað háskólamenntað fólk eða leiðbeinendur.
Leikskólinn Tjarnarskógur er 9 deilda leikskóli með 158 börn á tveimur starfsstöðvum. Tjarnarskógur er að vinna að innleiðingu á Uppeldi til ábyrgðar og horfir til fjölgreindarkenningar Howards Gardners í starfsaðferðum sínum. Einkunnarorð skólans eru: gleði, virðing, samvinna og fagmennska.
Umsóknarfrestur er til og með 4. október 2022.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins og viðkomandi stéttarfélags.
Einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um stöðuna.
Nánari upplýsingar og sótt er um starfið á heimasíðu Múlaþings www.mulathing.is undir „störf í boði“.
Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri Sigríður Herdís í síma 470 0660 eða í tölvupósti á netfangið [email protected]
Öllum umsóknum skal fylgja yfirlit yfir nám og/eða fyrri störf og kynningarbréf.
Umsækjendum er bent á að kynna sér fræðslubréf um vinnslu Múlaþings á persónuupplýsingum starfsumsækjenda, sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins www.mulathing.is
Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá félagsþjónustu, skólum og frístund þurfa að veita heimild til að leitað sé upplýsinga úr sakaskrá hjá Ríkissaksóknara.
Vinnustaðir Múlaþings eru reyklausir og fjölskylduvænir.