Þjónustufulltrúi á umhverfis- og framkvæmdasviði

Laust er til umsóknar starf þjónustufulltrúa á umhverfis-og framkvæmdasviði.
Um fullt starf er að ræða (100%) og er starfið laust nú þegar.

Þjónustufulltrúi verður merkjalýsandi og hefur umsjón með lóðamálum í samvinnu við annað starfsfólk. Næsti yfirmaður er framkvæmda-og umhverfismálastjóri Múlaþings

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hefur umsjón með lóðamálum, m.a. staðfestingu lóðamarka, skráningu, stofnun og úthlutun lóða, samningagerð, innheimtu gjalda ásamt eftirfylgni og frágangi.
  • Samskipti við íbúa, hönnuði og opinbera aðila.
  • Verkefni tengd umsýslu gagna, skjalavörslu o.fl.
  • Undirbúningur og frágangur afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa
  • Önnur verkefni í samráði við aðra starfsmenn á sviðinu
  • Skrifstofustörf s.s. símsvörun, upplýsingagjöf til íbúa ofl.
  • Mikil áhersla lögð á nákvæmni, trúnað, öryggi og vandvirkni í starfi
  • Önnur verkefni sem viðkomanda er falið af framkvæmda- og umhverfismálastjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Stúdentspróf, iðnnám eða sambærilegt nám.
  • Nám, reynsla eða þekking á landfræðilegum upplýsingakerfum er kostur.
  • Nám í landfræði, skipulagsfræði, tölvuteiknun, tæknifræði eða sambærilegu er kostur.
  • Þekking og/eða reynsla af skipulags- og byggingarmálum og opinberri stjórnsýslu er kostur.
  • Þekking og/eða reynsla af skrifstofuvinnu með áherslu á skjalavinnslu er kostur.
  • Starfsmaður kemur til með að sækja námskeið og öðlast réttindi sem merkjalýsandi.
  • Góð almenn tölvukunnátta skilyrði.
  • Samskipta- og skipulagshæfni, frumkvæði og metnaður.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli.
  • Góð þjónustulund og öguð vinnubrögð.