ÞJÓNUSTUFULLTRÚI Á SKRIFSTOFU FJARÐABYGGÐAR

Fjarðabyggð auglýsir laust til umsóknar afleysingarstarf afgreiðslufulltrúa á bæjarskrifstofum sveitarfélagsins. Starfstími er frá júní til loka ágúst á þessu ári.

 

Helstu verkefni:

  • Símasvörun fyrir bæjarskrifstofur og þjónustumiðstöð Fjarðabyggðar.
  • Tekur á móti viðskiptavinum og gestum í afgreiðslu.
  • Aðstoðar við umsjón vegna mötuneytis og skipulagningu þess.
  • Annast og aðstoðar við ýmsa viðburði m.a. móttöku gesta.
  • Aðstoðar við ýmiss kynningarmál m.a. uppfærslu heimasíðu, samfélagsmiðla og ábendingakerfis.

Hæfniskröfur: 

  • Framhaldsskólamenntun.
  • Reynsla af þjónustu- og almennum skrifstofustörfum er kostur.
  • Reynsla og þekking á notkun upplýsingatæknikerfa er mikilvæg.
  • Góð tungumálakunnátta og ritfærni er mikilvæg.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund.

Starfslýsing þjónustufulltrúi

Starfið gegnir þýðingarmiklu hlutverki í að veita íbúum góða og skilvirka þjónustu. Rík áhersla er lögð á gott viðmót og þjónustulund.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins við viðkomandi stéttarfélag.

Allir einstaklingar, óhað kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.

Allar frekari upplýsingar veitir Þórður Vilberg Guðmundsson, forstöðumaður stjórnsýslu- og upplýsingamála, í síma 470 9092 eða á netfanginu [email protected].

Umsóknarfrestur er til og með 20. febrúar 2023 og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 1. júní.

Sótt er um starfið hér