Þjónustufulltrúi á bæjarskrifstofu

Fjarðabyggð auglýsir laust til umsóknar starf þjónustufulltrúa á bæjarskrifstofunni Reyðarfirði. Starfið gegnir þýðingarmiklu hlutverki í að veita íbúum Fjarðabyggðar góða og skilvirka þjónustu. Rík áhersla er lögð á gott viðmót og þjónustulund.

Meðal helstu verkefna:

  • Símsvörun fyrir bæjarskrifstofur og stofnanir.
  • Móttaka viðskiptavina og gesta.
  • Móttaka ábendinga, pósts og flokkun erinda og skráning.

Hæfniskröfur:

  • Reynsla af þjónustu- og almennum skrifstofustörfum.
  • Reynsla af notkun ritvinnslu- og hefðbundinna upplýsingatæknikerfa.
  • Góð íslenskukunnátta og íslensk ritfærni.
  • Þjónustulipurð

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins við viðkomandi
stéttarfélag. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um stöðuna.

Allar frekari upplýsingar veitir Gunnar Jónsson, bæjarritari, í síma 470 9062 eða á netfanginu [email protected]fjardabyggd.is

Umsóknarfrestur er til og með 7. ágúst 2020 og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf strax.

Sótt er um starfið á ráðningavef Fjarðabyggðar hér.

Deila