Tæknifólk á Austurlandi

Hefur þú áhuga á að stuðla að sjálfbæru samfélagi?

Mannvit er eitt stærsta ráðgjafafyrirtæki landsins á sviði verkfræði sem nálgast öll verkefni með sjálfbærni að leiðarljósi. Vegna aukinna umsvifa leitum við að einstaklingum til að slást í hóp samhentra verkfræðinga og tæknimenntaðra starfsfólks með fjölþætta reynslu á sviði orkunýtingar, iðnaðar og mannvirkja.

Mannvit óskar eftir öflugu tæknifólki í krefjandi og fjölbreytt verkefni á starfsstöð Mannvits á Austurlandi. Starfið felst í að sinna ráðgjafarverkefnum, hönnun og eftirliti við mannvirkjagerð.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • B.Sc. eða M.Sc. í byggingarverkfræði eða tæknifræði er kostur
  • Æskilegt er að viðkomandi hafi starfsreynslu við mannvirkjagerð
  • Góð samskiptafærni, skipulagshæfileikar og frumkvæði í starfi

Fríðindi í starfi

  • Samgöngustyrkur
  • Öflugt starfsmannafélag
  • Niðurgreitt mötuneyti
  • Líkamsræktarstyrkur

Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Umsóknarfrestur er til og með 7. febrúar 2023 og hægt er að sækja um starfið í gegnum heimasíðu Mannvits: Starfsumsókn | Mannvit

Nánari upplýsingar veitir Valgeir Kjartansson, [email protected], starfsstöðvarstjóri á Austurlandi.