Tækjamaður Reyðarfirði

Tækjamaður

Í starfinu felst ábyrgð á tækjum og vélum þjónustu- og framkvæmdamiðstöðvar. Viðkomandi kemur til með að sinna viðhaldi tækja í samráði við yfirmann ásamt því að þjónusta bæjarfélagið og íbúa þess með jákvæðni að leiðarljósi.

Meðal helstu verkefna eru:

  • Stjórnun vinnuvéla og daglegt viðhald tækja, vinnuvéla og bíla í samráði við yfirmann
  • Almenn verkamannavinna
  • Frumkvæði að lausn verkefna á því sviði sem undir hann heyra og hann starfar að
  • Þrif í starfsstöð og ábyrgð á að umhverfi sé snyrtilegt og vel um gengið
  • Þjónusta við viðskiptavini hafnarinnar og aðstoð við ýmis störf á hafnarsvæðum Fjarðabyggðarhafna

Helstu hæfniskröfur:

  • Meirapróf og vinnuvélaréttindi
  • Framhaldsskólapróf
  • Reynsla af stjórnun
  • Rík þjónustulund og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins við viðkomandi stéttarfélag.  Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um stöðuna.

Tækjamaður – Starfslýsing.pdf

Umsóknarfrestur er til og með 30. mars 2020

Nánari upplýsingar veitir Ari Sigursteinsson, bæjarverkstjóri í s. 470 9000 eða á netfanginu [email protected]

Sótt er um starfið á ráðningavef Fjarðabyggðar með því að smella hér

Deila