Svæðisstjóri Eimskips á Austurlandi

Eimskip leitar að metnaðarfullum svæðisstjóra til starfa á starfsstöð félagsins á Austurlandi. Svæðisstjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri svæðisskrifstofu sem er með tvær starfsstöðvar á Reyðarfirði auk starfsstöðva í Neskaupsstað, Egilsstöðum, Djúpavogi og á Höfn í Hornafirði.

Eimskip á Austurlandi sinnir þjónustu við viðskiptavini innanlandsflutninga fyrirtækisin og inn- og útflutning á svæðinu. Eimskip á Austurlandi sinnir auk þess hafnarvinnuþjónustu fyrir Alcoa Fjarðaál á Mjóeyrarhöfn við Reyðarfjörð og er þar með víðtæka starfsemi.

Skrifstofa svæðisstjóra er á Mjóeyrarhöfn við Reyðarfjörð og ber svæðisstjóri ábyrgð á daglegum rekstri svæðisskrifstofa, starfsmannamálum og þjálfun starfsfólks, áætlanagerð, markmiðasetningu og eftirfylgni.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi eða rík starfsreynsla
  • Reynsla af stjórnun og rekstri
  • Reynsla af sölu og samningagerð
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í störfum

Nánari upplýsingar um starfið veitir Böðvar Örn Krinstinsson, framkvæmdastjóri Innanlandssviðs, [email protected]

Eingöngu er tekið á móti umsóknum í gegnum heimasíðu Eimskips, www.eimskip.is

Í anda jafnréttisstefnu Eimskips eru öll kyn hvött til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál.

Hreint sakavottorð og 18 ára aldur er skilyrði fyrir ráðningu hjá Eimskip.