Svæðisstjóri Austursvæðis

Vegagerðin leitar að framsæknum og árangursdrifnun einstaklingi til að sinna starfi svæðisstjóra Austursvæðis. Starfið heyrir beint undir forstjóra og svæðisstjóri situr í framkvæmdastjórn Vegagerðarinnar. Svæðisstjóri veitir faglega og stjórnunarlega forystu og ber ábyrgð á framkvæmd stefnu Vegagerðarinnar á svæðinu. Starfsstöð svæðisstjóra er á Reyðarfirði eða í Fellabæ.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Stjórnun á starfsemi og verkefnum
  • Áætlanagerð og fjármál
  • Yfirumsjón með kaupum á ráðgjöf og útboði verka á svæðisvísu
  • Framkvæmd á viðhaldi og þjónustu vegakerfis svæðisins
  • Samskipti við opinbera aðila og hagsmunaaðila
  • Stefnumótun og seta í framkvæmdastjórn

Menntun- og hæfniskröfur

  • Verk- eða tæknifræðingur eða önnur menntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun æskileg
  • Farsæl reynsla af stjórnun og mannaforráðum
  • Reynsla af rekstri, fjármálum, áætlagerð og verkefnastjórnun
  • Þekking og reynsla af innviðaframkvæmdum æskileg
  • Framúrskarandi samskiptafærni og lausnamiðun
  • Frumkvæði., metnaður og árangursdrifni
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta

Umsókn

Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Áhugasamir einstaklingar án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsóknarfrestur er til og með 20. nóvember 2023 og sótt er um starfið á www.hagvangur.is

Nánari upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, [email protected]

Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður, stærsta framkvæmdastofnun landsins með gríðarlega fjölbreytta verkefnaflóru.

Austursvæði nær frá Vopnafirði í norðri að Gígjukvísl á Skeiðarársandi í suðri. Vegakerfið er rúmlega 2.100km langt og á því eru þrenn jarðgöng. Þjónustustöðvar eru í Fellabæ, á Reyðarfirði og á Höfn. Á svæðinu eru reknar umsjónardeild, þjónustudeild og tæknideild og þar starfa um 25 starfsmenn.

Umfangsmiklar og áhugaverðar framkvæmdir eru áætlaðar á næstu árum, til að mynda Fjarðaheiðagöng og nýr vegur um Öxi.