
Sumarstörf – Egilsstaðaflugvöllur
Icelandair leitar að öflugum einstaklingum í fjölbreytilegt starf við afgreiðslu flugvéla og þjónustu við flugfarþega á Egilsstöðum. Starfið er 12 tíma vaktavinna.
Mikil áhersla er lögð á þjónustulund ogh æfni í annlegum samskiptum til að tryggja jákvæða upplifun farþega
Hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi
- Áhugi og reynsla af þjónustustörfum er mikilvæg
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta
- Góð tölvukunnátta
- Gilt bílpróf og vinnuvélaréttindi æskilegt
- 18 ára lágmarksaldur
Starfssvið
- Störf á flughlaði við komur og brottfarir flugvéla svo sem lestun og losun
- Innritun farþega og farangurs og eftir tilvikum afgreiðsla á vörusendingum
- Annast almenna starfsemi í flugstöð
Bókanir og fullnaðarfrágangur á fyrirframgreiddri þjónustu
Upplýsingagjöf og þjónusta við viðskiptavini m.a. í gegnum síma
Skoðun skilríkja og afgreiðsla farþega við brottfarahlið. Staðfesta heildarfjölda farþega um borð
Önnur þau störf sem yfirmaður kann að fela starfsmanni
Í samræmi við jafnréttisstefnu Icelandair ehf. og lög nr. 150/2020 eru einstaklingar af öllum kynjum hvattir til aöð sækja um.
Þeir sem valdir verða úr hópi umsækjenda þurfa að sækja undirbúningsnámskeið.
Nánari upplýsingar veitir Halldór Örvar Einarsson, stöðvarstjóri, halldore@icelandair.is
Umsóknarfrestur er til og með 14. mars 2023 og hægt er að sækja um starfið í gegnum ráðningarvef Icelandair: Sumarstörf – 50skills