Sumarstarf í Upplýsingamiðstöðinni á Seyðisfirði

Seyðisfjarðarkaupstaður leitar að metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi til að sinna daglegum
verkefnum Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna á Seyðisfirði. Í Upplýsingamiðstöðina koma einna helst
ferðamenn á eigin vegum, ferðamenn á leið til landsins með Norrænu og einnig
skemmtiferðaskipafarþegar.

Í starfinu felst:
• Dagleg verkefni miðstöðvarinnar, þ.m.t. umsjón með þjónustu, almennum þrifum, sölu varnings
og annað tilfallandi.
• Upplýsingagjöf til ferðamanna.
• Upplýsingagjöf og samskipti við ferðaþjónustufyrirtæki og aðra hagaðila með það að markmiði að efla
faglega ráðgjöf og aðstoð við ferðamenn.
• Ýmis verkefni í samstarfi við yfirmann og samstarfsfólk.

Hæfniskröfur:
• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð sem og góðir skipulagshæfileikar.
• Þekking og áhugi á ferðaþjónustu, með sérstaka áherslu á Seyðisfjörð og á Austurland.
• Færni og geta til að vinna undir álagi og sinna mörgum viðfangsefnum.
• Góð tungumálakunnátta.
• Góð færni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund.
• Reynsla af sambærilegum störfum er kostur.

Frekari upplýsingar um starfið:
• Laun eru samkvæmt samningi sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélags.
• Vinnutími fer fram á dagvinnutíma og um helgar (ekki á öllu tímabilinu).
• Ráðningarform: Tímabundin ráðning.
• Umsóknarfrestur: 01.03.2020.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Jónína Brá Árnadóttir í síma 470-2308
og á tölvupósti [email protected] eða Filippo Trivero, í síma 624-1075 // email [email protected] S