Sumarafleysingar í Húsasmiðjunni og Blómavali á Egilsstöðum

Leitað er að drífandi einstaklingi sem býr yfir mikilli þjónustulund og hefur jákvætt hugarfar til þess að bætast í hóp öflugra starfsmanna Húsasmiðjunnar
og Blómavals á Egilsstöðum.
Um er að ræða sumarstarf og 100% starfshlutfall.

Starfssvið
• Sala, afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini
• Almenn umhirða verslunar
• Önnur tilfallandi verslunarstörf

Hæfniskröfur
• Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
• Stundvísi, jákvæðni og heiðarleiki í starfi
• Gott vald á íslensku

Nánari upplýsingar um starfið gefur Þorsteinn Óli rekstrarstjóri á [email protected]
Umsóknarfrestur er til og með 1. mars 2020. Sótt er um á ráðningarvef Húsasmiðjunnar www.husa.is/laus-storf

Gildin okkar eru:
Áreiðanleiki
Þjónustulund
Þekking

Húsasmiðjan býður upp á lifandi starfsumhverfi og frábæran starfsanda. Við leggjum mikla áherslu á símenntun og fræðslu og að starfsmenn fái tækifæri til þess að eflast og þróast í starfi. Starfsmannafélag Húsasmiðjunnar er öflugt og stendur fyrir fjölbreyttum og skemmtilegum uppákomum yfir árið.

Við hvetjum konur jafnt sem karla til þess að sækja um og æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf fljótlega.