Stuðningsfjölskyldur í Múlaþingi

Félagsþjónusta Múlaþings leitar að fólki sem er tilbúið til að gerast stuðningsfjölskylda.

Hlutverkið felst í að taka barn/börn inn á heimilið, oftast yfir helgi. Um er að ræða börn með fötlun eða börn sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður. Við leitum að fólki sem er fært um að skapa öruggar aðstæður með hlýju og nærgætni en skýrum mörkum.

Greitt er samkvæmt gjaldskrá Félagsþjónustu Múlaþings vegna þjónustu stuðningsfjölskyldna.

Nánari upplýsingar veitir Helga Þorleifsdóttir, verkefnastjóri barnaverndar Múlaþings,
í síma 470 0700 og á netfanginu [email protected]