Störf með fötluðu fólki á Egilsstöðum

Um er að ræða vaktavinnu og í boði eru hlutastörf eða allt að 100% störf.

Í búsetuþjónustu er veitt aðstoð til fatlaðs fólks við athafnir daglegs lífs s.s. heimilisstörf, persónulega aðstoð, félagslega þátttöku og tómstundir.

Leitað er að áhugasömu fólki með almenna kunnáttu í heimilisstörfum og umönnun. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélög.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Stuðningur og aðstoð til fatlaðs fólks með allar athafnir daglegs lífs

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Sveigjanleiki og færni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Íslenskukunnátta
  • Ökuréttindi eru æskileg
  • Þekking og reynsla sem nýtist í starfi væri kostur

Öllum umsóknum skal fylgja yfirlit yfir nám og/eða fyrri störf og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá félagsþjónustu Múlaþings þurfa að veita heimild til að leitað sé upplýsinga úr sakaskrá hjá Ríkissaksóknara. Vinnustaðir Múlaþings eru reyklausir og fjölskylduvænir. Einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Guðbjörg Gunnarsdóttir, í síma 470 0700 á netfanginu [email protected].

Umsækjendum er bent á að kynna sér fræðslubréf um vinnslu Múlaþings á persónuupplýsingum starfsumsækjenda, sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins www.mulathing.is

Hægt er að sækja um starfið í gegnum ráðningarvef Alfreðs á: Störf með fötluðu fólki á Egilsstöðum | Fjölskyldusvið (alfred.is) eða í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins www.mulathing.is undir flipanum „laus störf“.