Stjórnandi samskipta og samfélagsmála

Alcoa Fjarðaál leitar að jákvæðum og drífandi einstaklingi til að stjórna samskiptum og samfélagsmálum. Undir starfið falla meðal annars samskipti við fjölmiðla og hagsmunaaðila, samfélagsverkefni, ritstjórn vefmiðla og margvísleg innri og ytri upplýsingamiðlun.

Stjórnandi samskipta og samfélagsmála vinnur náið með móðurfélaginu Alcoa Corporation og framkvæmdastjórn Alcoa Fjarðaáls.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Samskipti við fjölmiðla og hagsmunaaðila
  • Vinna fyrir móðurfélagið Alcoa Corporation
  • Verkefni sem varða samfélagslega ábyrgð
  • Ritstjórn samfélags- og vefmiðla
  • Kynningarmál og útgáfustarfsemi
  • Upplýsingamiðlun til starfsmanna

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Góð þekking á íslensku samfélagi og fjölmiðlum
  • Framúrskarandi samskiptahæfni
  • Brennandi áhugi á samfélagsmálum
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku
  • Frumkvæði, sjálfstæði og lausnamiðuð hugsun

Fríðindi í starfi

  • Rútur til og frá vinnu
  • Mötuneyti

Frekari upplýsingar um starfið veitir Elísabet Sveinsdóttir í tölvupósti elisabet.sveinsdottir@alcoa.com eða í síma 470 7700.

Í samræmi við jafnréttisstefnu Alcoa Fjarðaáls og lög nr. 150/2020 eru einstaklingar af öllum kynjum hvattir til að sækja um.

Umsóknarfrestur er til og með 25. apríl 2022 og hægt er að sækja um starfið á www.alcoa.is