Stjórnandi fjölskylduráðgjafar og barnaverndar, Fjarðabyggð

Fjarðabyggð auglýsir starf stjórnanda fjölskylduráðgjafar
og barnaverndar laust til umsóknar.

Ert þú dugmikill einstaklingur með áhuga og reynslu af málefnum
fjölskyldna og barna? Hefur þú brennandi áhuga á málefnum barna og
fjölskyldna? Vilt þú taka þátt í starfi öflugs og samheldins hóps starfsmanna fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar?
Þá erum við að leita að þér!

Fjarðabyggð er öflugt, vaxandi samfélag sem leggur mikla áherslu á velferð og málefni fjölskyldna og barna. Á fjölskyldusviði Fjarðabyggðar er lögð áhersla á þverfaglega vinnu og stuðning starfsmanna í teymisstarfi við úrlausn margþættra verkefna sem tengjast fjölskyldum og börnum með það markmið að efla lífsgæði og hagsæld þeirra. Starf stjórnanda er nýtt í stjórnkerfi Fjarðabyggðar og heyrir það
undir sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Starfsmaður er ábyrgur fyrir faglegu starfi og rekstri síns málaflokks. Starfið felur í sér ábyrgð á starfsemi og þjónustu fjölskylduráðgjafar og barnaverndar samkvæmt stefnumörkun sveitarstjórnar. Stjórnandi vinnur með sviðsstjóra að undirbúningi stefnumótunar og ber ábyrgð á eftirfylgni hennar,
þekkingaröflun, þekkingarmiðlun, þróunarstarfi og greiningu upplýsinga varðandi viðfangsefni málaflokksins.

Helstu verkefni:
· Yfirmaður málaflokksins og stýrir rekstri hans þ.m.t. stuðningi og ráðgjöf við fjölskyldur.
· Yfirumsjón barnaverndarmála.
· Yfirumsjón með skipulagi og samræmingu starfseminnar.
· Annast samstarf við hagsmunaaðila.
· Yfirumsjón með upplýsingagjöf um starfsemi málaflokksins og miðlun
upplýsinga.
· Öflun og greining upplýsinga um málaflokkinn.
· Öflun og greining upplýsinga um forvarnarmál sveitarfélagsins ásamt þátttöku í stefnumörkun í forvarnarmálum.
· Frumkvæði að samskiptum og aðgerðum til að styrkja fjölskyldur og barnavernd í Fjarðabyggð.
Hæfniskröfur:
· Félagsráðgjöf eða háskólamenntun sem nýtist við stjórnun og skipulagningu starfs.
· Reynsla og þekking á rekstri, stjórnun og stefnumótun.
· Þekking á stefnumótandi áætlanagerð og gerð rekstrar- og fjárhagsáætlana.
· Þekking á helstu upplýsingakerfum.
· Þekking á undirbúningi og stjórnun funda.
· Góð málakunnátta (íslenska og enska) og hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti.
· Forystu-, skipulags- og samskiptahæfileikar.
· Sjálfstæði í vinnubrögðum.
· Hæfni í mannlegum samskiptum.
· Geta til að taka þátt í og stjórna breytingum.
· Áhugi á þátttöku í teymisstarfi og umbótaverkefnum.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins við viðkomandi stéttarfélag. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um stöðuna.
Allar frekari upplýsingar veitir Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri Fjarðabyggðar, í síma 470 9000 eða á netfanginu [email protected].

Umsóknarfrestur er til og með 14. september 2019 og æskilegt að
viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en í nóvember.

Sótt er um starfið í gegnum ráðningarvef Fjarðabyggðar starf.fjardabyggd.is