Starfsmaður Rauðakrossins í Múlaþingi

Rauði krossinn í Múlasýslu óskar eftir að ráða til sín starfsmann í 30% starf fyrir deildina.

Helstu verkefni og ábyrgð
 Umsjón með daglegum rekstri deildar
 Móttaka, öflun og eftirfylgni sjálfboðaliða
 Gerð fjárhags- og framkvæmdaáætlunar í samvinnu við stjórn
 Tengiliður við samstarfsaðila og situr í aðgerðastjórn og almannavarnanefnd
 Utanumhald og skipulagning námskeiða, fræðslu og kynninga
 Umsjón með vaktaplani vegna nytja- og fatamarkaðar
 Undirbúningur og framkvæmd viðburða og funda
 Þjónusta til einstaklinga sem leita til deildar
Menntunar- og hæfniskröfur
 Reynsla af sambærilegum störfum er kostur
 Mjög góð færni í mannlegum samskiptum og menningarlæsi skilyrði
 Reynsla af starf með Rauða krossinum er kostur
 Mjög góð íslensku- og enskukunnátta, önnur tungumál kostur
 Geta til að vinna sjálfstætt og undir álagi
Fríðindi í starfi
 Líkamsræktarstyrkur
 Hreyfimínútur
 Samgöngustyrkur
Deila