Starfsmaður á starfsstöð Smyril Line á Seyðisfirði

Smyril Line Cargo óskar eftir starfsmanni á starfsstöð félagsins á Seyðisfirði.
Í boði er fjölbreytt starf á skrirfstofu, vöruhúsi og við að þjónusta Norrænu sem kemur
vikulega til Seyðisfjarðar.

Skrifstofustarfið felur í sér símsvörun, þjónustu við viðskiptavini, afgreiðslu bílstjóra og
gerð lestunarlista. Í vöruhúsinu er tekið þátt í móttöku vöru og lestun vagna og
afgreiðsla Norrænu felur í sér þjónustu við skipið og viðskiptavini.
Vinnutími er 8:00 til 16:00 virka daga og lengur eftir þörfum á þriðjudögum og
miðvikudögum þegar skipið er í höfn. Starfið hæfir báðum kynjum.

Starfsmaðurinn þarf að hafa:
• Góða samskiptahæfileika og ríka þjónustulund
• Jákvæðni, heiðarleika og stundvísi
• Góða almenna tölvukunnáttu og grunnþekkingu á excel
• Þekking úr flutninga- og/eða fiskibransanum er kostur
• Kunnátta á Navision æskileg
• Íslensku og ensku kunnátta nauðsynleg
• Vinnuvélaréttindi flokkur 1
• Meirapróf æskilegt en ekki skilyrði
• Góð skipulagshæfni
• Vera dugleg/duglegur

Upplýsingar um starfið veitir Linda Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri –
linda@cargo.fo eða Agnar Sverrisson svæðissjóri á Seyðisfirði – agnar@cargo.fo
Umsóknarfrestur er til og með 20.09 nk. og skulu sendast til linda@cargo.fo.
Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál.

Smyril Line Cargo er flutningafyrirtæki sem á og rekur fjögur skip og þar af tvö sem sigla í
áætlunarsiglingum til og frá landinu. Norrænu sem siglir milli Hirtshals í Danmörku,
Tórshavn í Færeyjum og Seyðisfjarðar. Og Mykines sem siglir milli Þorlákshafnar og
Rotterdam. Smyril Line Cargo er framsækið og skemmtilegt fyrirtæki.