Starfskraftur óskast í Leikskólann Bjarkatún

Bjarkatún auglýsir eftir starfskrafti sem fyrst.

Leikskólinn Bjarkatún er 2 deilda leikskóli staðsettur á Djúpavogi sem þekkt er fyrir fallegt umhverfi og útivistarsvæði. Leikskólinn vinnur eftir Cittaslow, Grænfána og Uppeldi til ábyrgðar. Samvinna, traust og virðing eru lykilorð okkar í leikskólanum.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Áhugi á að vinna með börnum
  • Sveigjanleiki og skipulögð vinnubrögð
  • Íslenskukunnátta

Nánari upplýsingar um leikskólann: www.bjarkatun.is

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Farið er eftir jafnréttislögum við ráðningar hjá sveitarfélaginu.

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Sigríður Sigurðardóttir, leikskólastjóri, í síma 470 8720 eða á netfanginu [email protected]

Öllum umsóknum skal fylgja yfirlit yfir nám og/eða fyrri störf og kynningarbréf.

Umsækjendum er bent á að kynna sér fræðslubréf um vinnslu Múlaþings á persónuupplýsingum starfsumsækjenda, sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins www.mulathing.is.

Þeir sem ráðnir er util starfa hjá leikskólanum þurfa að veita heimild til að leitað sé upplýsinga úr sakaskrá hjá Ríkissaksóknara. Vinnustaðir Múlaþings eru reyklausir og fjölskylduvænir.

Hægt er að sækja um starfið í gegnum ráðningarvef Alfreðs: Starfskraftur óskast í Leikskólann Bjarkatún | Leikskólinn Bjarkatún Djúpavogi (alfred.is) eða á heimasíðu sveitarfélagsins www.mulathing.is undir flipanum „laust störf“.