Starfskraftur á Seyðisfirði

Þjónustumiðstöð og hafnir Múlaþings á Seyðisfirði leita að starfskrafti í 100% framtíðarstarf. Um er að ræða nýtt fjölbreytt starf og sinnir viðkomandi 50% starfi fyrir þjónustumiðstöðina og 50% fyrir hafnir.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Viðhald eigna sveitarfélagsins
  • Viðhald gatna, gangstétta og stíga
  • Önnur tilfallandi störf í þjónustumiðstöð
  • Snjómokstur og hálkuvarnir
  • Viðhald á opnum svæðum
  • Vinna við móttöku ferju og skemmtiferðaskipa
  • Vigtun sjávarfangs skv. lögum og skil á skýrslum því tengdu
  • Önnur itlfallandi störf á hafnarsvæði

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Bílpróf skilyrði
  • Reynsla af viðhaldi og verklegum framkvæmdum
  • Iðnmenntun sem nýtist í starfi er kostur
  • Hafngæslumannsréttindi og/eða verndarfulltrúi í hafnarvernd er kostur
  • Vigtarréttindi er kostur
  • Mikil samskipta- og samstarfshæfni
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Frumkvæði, sjálfstæð og öguð vinnubrögð
  • Rík þjónustulund og góð framkoma
  • Góð íslensku- og enskukunnátta

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Einstaklingar af öllum kynjum eru hvött til að sækja um stöðuna.

Nánari upplýsingar veitir Sveinn Ágúst Þórsson verkstjóri Þjónustumiðstöðvar Seyðisfjarðar í síma 896 1595 / sveinn.thorsson@mulathing.is og Rúnar Gunnarsson yfirhafnarvörður hjá Seyðisfjarðarhöfn í síma 857 5765 / port.seydisfjordur@mulathing.is

Öllum umsóknum skal fylgja yfirlit yfir nám og/eða fyrri störf og kynningarbréf.

Umsækjendum er bent á að kynna sér fræðslubréf um vinnslu Múlaþings á persónuupplýsingum starfsumsækjenda, sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins www.mulathing.is

Umsóknarfrestur er til og með 19. September 2022 og hægt er að sækja um starfið í gegnum ráðningarvef Alfreðs: Starfskraftur á Seyðisfirði | Þjónustumiðstöð Múlaþings | Fullt starf Seyðisfjörður | Alfreð (alfred.is)