STARFSFÓLK Í STOÐÞJÓNUSTU HJÁ FJÖLSKYLDUSVIÐI FJARÐABYGGÐAR

Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar óskar eftir kröftugu fólki, af öllum kynjum og öllum aldri til að sinna fjölbreyttum og spennandi störfum félagsþjónustu og barnaverndar í Fjarðabyggð. Um er að ræða stuðning við einstaklinga, börn sem fullorðna, í sínu daglega og félagslega lífi. Þjónustan getur farið fram inni á heimilum einstaklinga, starfsmanna og úti í samfélaginu, skv. þörfum hvers og eins þjónustuþega.

Störfin geta fallið undir dag-, kvöld- og helgarvinnu og Fjarðabyggð býður upp á sveigjanlegan vinnutíma og starfshlutfall eftir samkomulagi.

Þau störf sem um ræðir eru:

  • Starfsfólk í stoðþjónustu
  • Stuðningsfjölskyldur
  • Neyðarvistunaraðilar

Meðal hæfniþátta eru:

  • Færni í samskiptum við einstaklinga með mismunandi getu
  • Hæfni til að setja sig í spor annarra
  • Hæfni til að styðja og hvetja
  • Geta gætt þagmælsku og sýnt nærgætni

Starfslýsing starfsmaður stuðningsþjónustu.pdf

Umsóknarfrestur er til 9. október 2020 en störfin eru laus nú þegar.

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Lilja Magnúsdóttir í síma 470-9000 eða í gegnum netfangið [email protected]

Sótt er um starfið á ráðningavef Fjarðabyggðar með því að smella hér