Starf skólaliða

Við Egilsstaðaskóla er laust til umóknar starf skólaliða. Um erað ræða 80% starf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf frá og með næsta skólaári.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Gæsla og umsjón með nemendum í frímínútum og matsal
  • Ræsting á skólahúsnæði

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Góð samskipta- og samstarfshæfni og vera tilbúinn að vinna með öðrum
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Áhugi á að starfa með börnum og á auðvelt með að eiga samskipti við þau
  • Jákvæðini í starfi og lausnarmiðað viðhorf

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins við viðkomandi stéttarfélag.

Einstaklingar af öllum kynjum eru hvött til að sækja um stöðurnar. Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá Egilsstaðaskóla þurfa að veita heimild til að leitað sé upplýsinga úr sakaskrá hjá Ríkissaksóknara.

Sótt er um á heimasíðu Múlaþings www.mulathing.is undir „störf í boði“.

Nánari upplýsingar veitir Ruth Magnúsdóttir í síma 470 0607 eða á netfanginu [email protected]

Öllum umsóknum skal fylgjs yfirlit yfir nám og/eða fyrri störf og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsækjendum er bent á að kynna sér fræðslubréf um vinnslu Múlaþings á persónuupplýsingum starfsumsækjenda, sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins www.mulathing.is