Staða skólastjóra Djúpavogsskóla er laus til umsóknar

Djúpavogshreppur auglýsir starf skólastjóra Djúpavogsskóla. Leitað er eftir metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna skólasýn og er tilbúinn að leiða skólann inn í framtíðina samkvæmt gildandi skólastefnu sveitarfélagsins.

Djúpavogsskóli er heildstæður sameinaður grunn- og tónskóli með ríflega 80 nemendur frá Djúpavogi og aðliggjandi dreifbýli.

Í Djúpavogshreppi eru u.þ.b. 500 íbúar. Nánari upplýsingar um sveitarfélagið er að finna hér á heimasíðunni

Nýr skólastjóri þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. ágúst nk.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Veita faglega forystu og leiða þróun skólastarfs í grunn- og tónskóla til framtíðar í samræmi við skólastefnu sveitarfélagsins, aðalnámskrá grunnskóla, aðalnámskrá tónlistarskóla og lög og reglugerðir um grunn- og tónlistarskóla.
  • Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans.
  • Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun.
  • Bera ábyrgð á samstarfi við aðila skólasamfélagsins.
  • Hafa umsjón með daglegu starfi í lengdri viðveru sem er í boði fyrir 1.-3. bekk frá 13:10 – 16:00.

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Kennaramenntun og leyfisbréf kennara. Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar eða farsæl stjórnunarreynsla.
  • Færni og reynsla í starfsmannastjórnun, stefnumótun og áætlanagerð.
  • Hæfni og reynsla í að leiða þróun skólastarfs.
  • Framúrskarandi hæfni í samskiptum, jákvæðni og metnaður.
  • Reynsla í fjármálastjórnun kostur.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Samninganefndar sveitarfélaga (SNS) og Skólastjórafélags Íslands (SÍ). Næsti yfirmaður er sveitarstjóri.

Umsóknarfrestur er til 20. apríl nk. Umsóknum skal skila á netfangið [email protected].

Með umsókn skal skila starfsferilskrá, nöfnum 2 umsagnaraðila, stuttri kynningu á umsækjanda og greinargerð þar sem umsækjandi gerir grein fyrir sýn sinni á skólamál og faglegri reynslu og getu sem nýtist í starfi.

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu grunnskólans og heimasíðu tónskólans.

Umsækjandi þarf að veita leyfi til upplýsingaöflunar úr sakaskrá. Sveitarstjóri gefur fúslega frekari upplýsingar í síma 470-8700 og 843-9889

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Réttur áskilinn til að hætta við ráðningu og/ eða auglýsa stöðuna að nýju.