Söluráðgjafi á rafbúnaðarsviði, Reyðarfjörður

Johan Rönning óskar eftir að ráða þjónustulundaðan
söluráðgjafa til starfa í útibúi sínu á Reyðarfirði.
Starfið felst í sölu og þjónustu við viðskiptavini.

Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf í góðu starfsumhverfi.
Johan Rönning hefur verið valið fyrirmyndarfyrirtæki VR átta ár í röð ásamt því að hljóta nafnbótina fyrirtæki ársins í sjö ár.
Johan Rönning hlaut jafnlaunavottun árið 2013, eitt af fyrstu fyrirtækjum landsins til að hljóta slíka viðurkenningu.

Við hvetjum jafnt konur sem karla til að sækja
um starfið.

Hæfniskröfur:
• Mikil þjónustulund
• Frumkvæði
• Samskiptahæfni
• Iðnmenntun eða reynsla af rafiðnaði er kostur
• Reynsla af sölustörfum er kostur
• Lausnamiðaður hugsunarháttur

Söluráðgjafi á rafbúnaðarsviði
Upplýsingar um starfið veitir Helgi Guðlaugsson í síma 5 200 800 eða helgig@ronning.is
Umsóknir sendist á netfangið helgig@ronning.is fyrir 3. september.

Johan Rönning hf. var stofnað árið 1933. Fyrirtækið er leiðandi á sviði rafbúnaðar og rekur jafnframt verslunar- og þjónustufyrirtækin Sindra, Sindra vinnuföt, Vatn og Veitur og S. Guðjónsson.

Hjá félaginu starfa yfir 125 manns í Reykjavík, Fjarðabyggð, Reykjanesbæ, Hafnarfirði, á Grundartanga, Selfossi og Akureyri.
Höfuðstöðvar félagsins eru að Klettagörðum 25 í Reykjavík. Johan Rönning hf. er góður og eftirsóttur vinnustaður.