Sölumaður í verslun – Egilsstaðir

Vegna aukinna verkefna í verslun okkar á Egilsstöðum vantar okkur aðila í góðan og samstilltan hóp með mikinn
metnað fyrir vönduðum vinnubrögðum og árangri í starfi. Við hvetjum konur jafnt sem karla að sækja um starfið.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Um framtíðarstarf er að ræða.

Helstu verkefni:
• Sala og ráðgjöf til viðskiptavina
• Öll almenn verslunarstörf

Hæfniskröfur:
• Reynsla af sambærilegu starfi
• Almenn þekking á varahlutum æskileg
• Ríkir söluhæfileikar
• Góð almenn tölvukunnátta
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Metnaður og frumkvæði í starfi

Jötunn sérhæfir sig í sölu á vélum og búnaði tengdum landbúnaði og jarðvinnuverktökum. Fyrirtækið leggur áherslu á að veita viðskiptavinum sínum góða þjónustu
og hefur það markmið að vera leiðandi í þjónustu og sölu. Jötunn er með starfsstöðvar á Selfossi, Akureyri og Egilsstöðum. Hjá fyrirtækinu starfa um 45 manns.
Sólvangi 5 – 700 Egilsstaðir // Sími 480 0400 // [email protected] // www.jotunn.is
Umsóknarfrestur er til og með
20. desember nk.
Umsækjendur eru vinsamlega beðnir
um að senda umsókn ásamt ferilskrá
á netfangið [email protected]
Nánari upplýsingar veitir verslunarstjóri
Aðalsteinn Hákonarson í síma 480 0448