Slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Fjarðabyggð auglýsir laust til umsóknar starf slökkviliðstjóra. Um er að ræða 100% starf, auk bakvakta, með starfsstöðá slökkvistöðinni á Hrauni á Reyðarfirði. Slökkvilið Fjarðabyggðar er með 5 starfstöðvar þar sem atvinnulið starfar samhliða hlutastarfandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Rekstur slökkviliðs og dagleg stjórnun starfsstöðva slökkviliðs Fjarðabyggðar.
  • Leiðir faglegt starf slökkviliðsins og ber ábyrgð á að starfsemin sé í samræmi við lög og reglugerðir.
  • Stýrir úttektum, eldvarnareftirliti og stjórnun aðgerða.
  • Ábyrgð á gerð samninga um þjónustu slökkviliðs í Fjarðabyggð í samráði við bæjarstjóra.
  • Ber ábyrgð á skipulagi þjálfunar og stýrir þjálfun slökkviliðsins.
  • Ber ábyrgð á og skipuleggur slökkvistarf utanhúss, annast vatnsöflun, reyklosun og dælingu.
  • Umsjón og eftirlit með búnaði almannavarna í Fjarðabyggð og samskipti við viðbragðsaðila vegna almannavarna. Situr aðgerðarstjórn almannavarna.
  • Upplýsingagjöf og ráðgjöf til fyrirtækja og stofnana í sveitarfélaginu um lög, reglugerðir og stjórnvaldsfyrirmæli varðandi eldvarnir og öryggi.
  • Ábyrgð á gerð fjárhagsáætlunar og eftirliti með útgjöldum slökkviliðs og þeim hluta almannavarna sem tilheyrir Fjarðabyggð.
  • Slökkviliðsstjóri starfar samkvæmt lögum nr. 75/2000.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Uppfylla skilyrði reglugerðar nr. 792/2001 um menntun, réttindi og skyldur slökkviliðsmanna og laga nr. 75/2000 um brunamál.
  • Vera með löggildingu sem slökkviliðsmaður og sjúkraflutningamaður.
  • Farsæl reynsla af stjórnun slökkviliðs er áskilin.
  • Leiðtogahæfni, drifkraftur og fagmennska.
  • Jákvætt viðhorf og mjög góð samskiptafærni.
  • Skipulagshæfni, sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
  • Færni til að koma frá sér efni í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku.