Skólastjóri Vopnafjarðarskóla

Vopnafjarðarhreppur auglýsir stöðu skólastjóra við Vopnafjarðarskóla lausa til umsóknar. Leitað er að öflugum, metnaðarfullum og framsýnum leiðtoga til að leiða þróttmikið skólastarf.

Um er að ræða 100% starf frá 1. ágúst 2022

Vopnafjarðarhreppur hefur upp á margt að bjóða. Má þar nefna öflugan grunnskóla og leikskóla, fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf. Íbúafjöldi í sveitarfélaginu er rétt um 660 manns. Nánari upplýsingar er að vinna á www.vopnafjardarhreppur.is

Í Vopnafjarðarskóla eru 70 nemendur. Skólinn er að innleiða jákvæðan aga og er Oluweusar skóli. Nánar um starfssemi skólans má sjá á heimasíðunni www.vopnafjardarskóli.is.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Fagleg forysta á sviði kennslu og þróun skólastarfs
  • Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri skólans, áætlanagerð og mannahaldi
  • Ábyrgð á stefnumörkun skólans í samræmi við lög, reglugerðuir og aðalnámskrá
  • Virk þátttaka í þróun og skipulagi skólastarfs
  • Samstarf við ýmsa aðila skólasamfélagsins

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leyfisbréf grunnskólakennara og kennslureynsla á grunnskólastigi
  • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og/eða uppeldis og kennslumála æskileg
  • Reynsla af stjórnun, rekstri og þróunarstarfi í skólaumhverfi æskileg
  • Metnaður, hugmyndaauðgi, skipulagshæfni og leiðtogahæfileikar
  • Rík samskipta- og skipulagshæfni
  • Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti
  • Góð tölvukunnátta
  • Hreint sakavotorð, skv. lögum um grunnskóla

Umsóknarfrestur er til og með 1. Júní. Nánari upplýsingar um starfið veitir sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, Sara Elísabet Svansdóttir, í síma 473 1300 og í gegnum tölvupóst [email protected]

Hægt er að sækja um starfið í gegnum ráðningarvef Alfreðs: Skólastjóri Vopnafjarðarskóla | Vopnafjarðarhreppur | Fullt starf Vopnafjörður | Alfreð (alfred.is)