Skólastjóra, kennara, leikskólakennara og stuðningsfulltrúa vantar

Grunn-og leikskóli Borgarfjarðar eystra óskar eftir að ráða jákvætt og metnaðarfullt fólk til
starfa við skólann árið 2020-2021:
Skólastjóri óskast í 100% starf en auk stjórnunarstarfsins er hann með kennsluskyldu sem
tekur mið af nemendafjölda skólans. Viðkomandi þarf að vera virkur í skapandi skólastarfi og
stýra faglegri þróun náms og kennslu.
Grunnskólakennara vantar í 100% starf. Þarf að geta kennt mismunandi námsgreinar í 5. og  6. bekk, 8. og 10 bekk.
Leikskólakennara vantar í fullt starf í 1 ár.
Laun eru skv. kjarasamningi SÍ, KÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Stuðningsfulltrúi óskast í a.m.k. 70% starf.
Laun skv. kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Menntunar- og hæfniskröfur umsækjenda:
Leyfisbréf (skólastjóri, grunnskólakennari, leikskólakennari)
Góð reynsla af uppeldis-og kennslustörfum
Góð hæfni til að vinna með börnum
Góð hæfni til samstarfs og samskipta
Frumkvæði og sjálfstæði í vinnu
Stundvísi, jákvæðni og ábyrgðarkennd
Góð íslenskukunnátta
Grunn-og leikskóli Borgarfjarðar eystra er 5 nemenda samrekinn leik- og grunnskóli með
samkennslu árganga. Leikskólinn er í húsnæði grunnskólans.

Skólinn er Grænfánaskóli og vinnur m.a. að uppbyggingu útikennslustofu með virka
útikennslu í huga. Hann hefur jafnframt starfað í anda heilsueflandi grunnskóla.

Upplýsingar gefur skólastjóri, Sigþrúður Sigurðardóttir í síma 472-9938 eða  [email protected]
Umsóknarfrestur er til 31. mars 2020