
Skógræktarráðgjafi
Skógræktin leitar að öflugu starfsfólki til að vinna að uppbyggingu skógarauðlindar á Íslandi, vernd og friðun skóga og til að efla hagrænan, umhverfislegan og samfélagslegan ávinnin af sjálfbærri nýtingu skóga.
Þrjú störf
Skógræktarráðgjafa eru nú laus til umsóknar á Vesturlandi, Norðurlandi og Asturlandi með starfstöðvar í Hvammi Skorradal, á Akureyri og á Egilsstöðum
Helstu verkefni og ábyrgð
- Áætlanagerð og ráðgjöf
- Grunnkortlagning, gerð ræktunar- og umhirðuáætlana, kennsla á grunnnámskeiðum fyrir skógarbændur
- Gæðaúttektir og árangursmat framkvæmda
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar og hæfniskröfur
- Háskólagráða í skógfræði er nauðsynleg
- Skipulag, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum er nauðsynlegt
- Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
- Færni í að koma upplýsingum frá sér í ræðu og riti á íslensku og ensku er nauðsynleg
- Færni í notkun Office-hugbúnaðar er nauðsynleg
- Færni í notkun ArcGIS-hugbúnaðar er æskileg
- Reynsla af verkefnistjór, ráðgjöf og áætlanagerð er æskileg
- Þekking og reynsla af skógrækt er æskileg
Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Sótt er um starfið á Starfatorgi. Umsóknarfrestur er til 15. mars.
Skógræktin er með starfstöðvar í öllum landshlutum.
Á vesturlandi er aðalstarfstöð Skógræktarinnar í Hvammi Skorradal þar sem öll aðstaða er nýuppgerð og til fyrirmyndar. Þar er aðsetur skógarvarðarins á Vesturlandi og starfsmanna hans sem sinna þjóðskógunum í landshlutanum. Þar eru einnig til húsa skógræktarráðgjafar sem sinna Vesturlandi.
Á Norðurlandi er aðalstarfstöð skógræktarráðgjafa í Gömlu-Gróðrarstöðinni við Krókeyri á Akureyri. Þar eru einnig til húsa tveir starfsmenn rannsóknasviðs og einn af rekstarsviði. Einn skógræktarráðgjafi á Norðurlandi er með aðsetur á Silfrastöðum í Skagafirði.
Á Austurlandi er aðalstarfstöð Skógræktarinnar við Miðvang 2-4 í miðbæ Egilsstaða þar sem aðalskrifstofa stofunarinnar er einnig til húsa. Þar er aðstaða öll til fyrirmyndar og stutt í magvíslega þjónustu
Markmið skógræktarinnar er að vera eftirsóttur vinnustaður fyrir starfsfólk með fjölbreytta menntun og bakgrunn. Þar sé starfsfólki búin góð vinnuaðstaða, greiður aðgangur að upplýsingum og fjölbreyttir möguleikar á símenntun sem stuðli að starfsþróun og verðmætasköpun innan Skógræktarinnar og skógargeirans alls.
Skógræktin hefur hlotið jafnlaunavottun, innleitt styttingu vinnuvikunnar og græn skref í ríkisrekstri. Þá hefur stofnunin sett sér umhverfis- og loftslagsáætlun með tímasettum markmiðum ásamt áætlunum um réttindi, vernd og ábyrgð starfsfólks, s.s. áætlanir um áreitni og eineldi ásamt viðbrögðum við slíku.
Nánari upplýsingar veita:
Björg Björnsdóttir – bjorg@skogur.is
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir – sigga@skogur.is