Skapandi yfirmatreiðslumaður Reyðarfjörður

Við óskum eftir metnaðarfullum og skapandi yfirmatreiðslumanni í okkar frábæra starfshóp!

Lostæti Austurlyst leitar að yfirmatreiðslumanni til að stjórna stóreldhúsi og veitingaþjónustu í Fjarðabyggð, starfstöð okkar hjá Alcoa Fjarðaáli.

Helstu verkefni og ábyrgð
 Ábyrgð á daglegum rekstri, matreiðslu og þjónustu eldhúsins
 Ábyrgð og verkstjórn á starfsfólki
 Stýra vinnu við gerð matseðla
 Eftirfylgni við öryggis- og gæðakerfum (HACCAP)
 Ábyrgð og eftirlit með innkaupum og birgðastýringu
Menntunar- og hæfniskröfur
 Sveinspróf í matreiðslu er krafa
 Meistarapróf í matreiðslu kostur
 Reynsla í mannauðsstjórnun og færni í samskiptum
 Fagleg vinnubrögð og skipulagshæfni
 Metnaður, frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt
 Rík umhverfis- og öryggisvitund
 Góða almenn tölvukunnátta
 Góð íslensku- og enskukunnátta
Deila