Sérfræðingur í vinnuvernd

Sérfræðingur í vinnuvernd

Alcoa Fjarðaál leitar að jákvæðum og drífandi einstaklingi í fjölbreytt starf sérfræðings í vinnuvernd í öflugu umhverfis-, heilsu- og öryggisteymi. Starfið felur í sér vinnuvernd fyrirtækisins, framkvæmd áhættumata, eftirfylgni og umbætur. Markmið starfsins er að tryggja öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi í samræmi við vinnuverndarlög og staðla Alcoa.

Vinnutími er að jafnaði frá kl. 8 til 16 á virkum dögum.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Yfirumsjon með vinnuverndarstöðum fyrirtækisins
  • Samræma vinnuaðferðir og framkvæmdir mælinga
  • Eftirlit með gagnavinnslu og greining niðurstaðna
  • Virk þátttaka í umbótastarfi
  • Miðlun upplýsinga og fræðsla
  • Verkefnastjórnun

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Færni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu
  • Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum
  • Sterk öryggisvitund
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Góð tölvukunnátta
  • Reynsla af stjórnun er kostur
  • Reynsla af mælingum og greiningum er kostur

Fríðindi í starfi

  • Frí rúta til og frá vinnu
  • Velferðarþjónusta
  • Mötuneyti

Umsóknir eru trúnaðarmál og er þeim öllum svarað

Frekari upplýsingar veitir Gerður Rúnarsdóttir, ferlasérfræðingur umhverfis-, heilbrigðis og öryggismála, í tölvupósti á [email protected] eða í síma 843 7840.

Í samræmi við jafnréttisstefnu Alcoa Fjarðaáls og lög nr. 150/2020 eru einstaklingar af öllum kynjum hvattir til að sækja um.

Hægt er að sækja um starfið á www.alcoa.is

Umsóknarfrestur er til og með miðvikudeginum 20. September.