Sérfræðingur í raflögnum og stýringum

Við leitum að metnaðarfullum og áhugasömum starfskrafti á skifstofu EFLU Austurlandi í fagteymi iðnaðar og orku. Starfsstöð er á Austurlandi.

Starfssvið

 • Forritun á iðnstýrikerfum og skjákerfum
 • Prófanir og uppstart á kerfum í ýmiskonar iðnaði
 • Hönnun og teikningar stjórnkerfa
 • Auk annarra tilfallandi verkefna

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Menntun sem nýtist í starfi, s.s. í rafmagnsverkfræði, rafmagnstæknifræði eða rafiðnfræði
 • Þekking og reynsla á stjórnkerfum og sjálfvirkni er nauðsynleg
 • Reynsla af iðnaðarferlum, veitur og/eða raforkuframleiðslu er kostur
 • Grunur í rafvirkjun/rafeindavirkjun er kostur
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
 • Þjónustulipurð og færni í mannlegum samskiptum
 • Góð almenn tölvukunnátta

EFLA er þekkingarfyrirtæki sem starfar á sviði verkfræði og tækni. Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði. Þannig vinnum við að fjölbreyttum verkefnum í teymum. Fyrirætkið er jafnlaunavottað, með skýra jafnréttisstefnu og hefur unnið frumkvöðlastarf í sjálfbærum rekstri. EFLA leitast eftir því að fá til liðs við sig kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínu sviði.

Við vinnum fjölbreytt verkefni í teymum þvert á svið og svæði. Við bjóðum upp á afbragðs starfsumhverfi, sveigjanlegan vinnutíma og góðan starfsanda.

Gildi okkar eru hugrekki, samvinna og traust.

Sótt erum rafrænt í gegnum vef EFLU www.efla.is/laus-storf og frestur er til og með 27. nóvember 2022. Við hvetjum öll kyn til þess að sækja um. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Frekari upplýsingar eru í síma 412 6000 eða á www.efla.is