Sérfræðingur í náttúrurannsóknum

Okkur vantar öflugan liðsfélaga með brennandi áhuga á náttúrufari.

Viðfangsefni okkar eru fjölbreytt og á ólíkum sviðum náttúrurannsókna. Við stundum m.a. rannsóknir og vöktun á hreindýrastofninum, fuglum, gróðri og lífríki í ám og sjó. Störfin eru góð blanda af útivist og úrvinnslu. Verkefni geta verið t.d. verkefnastjórn og þróun nýrra verkefna, rannsóknir á vettvangi, greiningar, kortagerð, gerð vefsjáa og fræðsluefnis, allt í takt við sérsvið umsækjenda. Á litlum vinnustað hjálpast allir að við ólík verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur

• Háskólapróf í náttúrufræðum, landupplýsingatækni eða á sambærilegum sviðum

• Framhaldsmenntun er kostur

• Frumkvæði og faglegur metnaður

• Geta til þátttöku í skemmri vettvangsferðum fjarri heimil

• Líkamlegur styrkur til lengri gönguferða með byrði

• Góð íslensku – og enskukunnátta

• Góð þekking á greiningu og framsetningu gagna

• Færni í mannlegum samskiptum

• Vilji til að ganga í ólík störf

Um er að ræða 100% starf eða eftir samkomulagi.

Laun eru samkvæmt stofnanasamningi Náttúrustofu Austurlands við FÍN eða hlutaðeigandi stéttarfélag.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Ráðið er tímabundið í eitt ár með góðum möguleika á framlengingu.

Upplýsingar veitir Kristín Ágústsdóttir forstöðumaður (s: 477-1774 eða [email protected]). Umsókn með ferilskrá, meðmælum og bréfi þar sem fram komi hvers vegna umsækjandi vill starfa á Náttúrustofu Austurlands, hvað hann hefur fram að færa og hvaða verkefni hann brennur fyrir sendist til [email protected]

Umsóknarfrestur er til og með 10. desember n.k.