Sérfræðingur í eftirliti – Austurland

Vinnueftirlitið leitar að metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi einstaklingi með mikla þekkingu og áhuga á vélum og tækjum til að ganga til liðs við teymi sérfræðinga sem hafa eftirlit með vélum og tækjum skv. lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Starfið heyrir undir sviðsstjóra vinnuvélasviðs.

Helstu verkefni og ábyrgð
 Þátttaka í skipulagningu og framkvæmd eftirlits með vinnuvélum og tækjum sem falla innan verksviðs stofnunarinnar. Þar á meðal er um að ræða lyftara, jarðvinnuvélar, krana, húsalyftur, katla o.fl.
 Gerð skýrslna vegna eftirlits og eftirfylgni með fyrirmælum sem sett eru fram.
 Þátttaka í umbótastarfi og þróun eftirlits með tækjum sem stofnunin sinnir.
 Leiðbeiningar til atvinnurekenda og starfsfólks um góða vinnuvernd með áherslu á forvarnir og góða vinnustaðamenningu.
Menntunar- og hæfniskröfur
 Iðnnám (meistararéttindi), vélfræðingur eða grunnnám á háskólastigi sem nýtist í starfi.
 Sérhæfð reynsla og þekking sem nýtist í starfi, s.s. vinna við stjórnun og/eða viðgerðir vinnuvéla.
 Sveigjanleiki og mikil hæfni í mannlegum samskiptum.
 Góð íslenskukunnátta og þjálfun í framsetningu ritaðs máls.
 Góð almenn tölvukunnátta.
 Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði, frumkvæði og mikil þjónustulund.
 Kunnátta í ensku og/eða einu norðurlandamáli er æskileg.