Sérfræðingur fyrir friðlýst svæði í Fjarðabyggð og Fljótsdalshéraði

Sérfræðingur fyrir friðlýst svæði í Fjarðabyggð og Fljótsdalshéraði 

Umhverfisstofnun leitar að sérfræðingi til að sinna umsjón friðlýstra svæða og annarra náttúruverndarsvæða í Fjarðabyggð og Fljótsdalshéraði. Starfið felur í sér daglega umsjón með friðlýstum svæðum á svæðinu, með sérstakri áherslu á umsjón Helgustaðanámu og Hólmaness auk annarra friðlýstra svæða. Í boði er krefjandi starf fyrir sérfræðing með þekkingu á umhverfisvernd í öflugt teymi sérfræðinga þar sem lögð er áhersla á þverfaglega teymisvinnu og víðtæka samvinnu. Við leitum að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi með framúrskarandi samskiptahæfni og hæfileika til að vera leiðandi á sínu fagsviði.

Helstu verkefni og ábyrgð
– Umsjón með friðlýstum svæðum í Fjarðabyggð og Fljótsdalshéraði. Áhersla á umsjón með Helgustaðanámu og Hólmanesi auk annarra náttúruverndarsvæða á Austurlandi skv. skipulagi Umhverfisstofnunar þar um
– Umsjón og skipulag landvörslu á tilteknum friðlýstum svæðum á Austurlandi
– Gerð áhrifamats fyrir athafnir innan friðlýstra svæða
– Þátttaka í gerð stjórnunar- og verndaráætlana fyrir friðlýst svæði

Hæfnikröfur
– Háskólapróf sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er kostur
– Þekking á umhverfismálum og náttúruvernd
– Þekking á opinberri stjórnsýslu og almennum rekstri
– Reynsla af störfum landvarða og/eða landvarðarréttindi
– Reynsla af miðlun upplýsinga og fræðslu til mismunandi hópa
– Þekking á svæðinu
– Kunnátta í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli
– Samstarfshæfni og sveigjanleiki í samskipum

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.
Starfsaðstaða sérfræðingsins er í Fjarðabyggð.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 26.03.2020

Nánari upplýsingar veitir
Ólafur Arnar Jónsson – [email protected] – 591 2000
Þóra Margrét Pálsdóttir Briem – [email protected] – 591 2000

Umhverfisstofnun
Svið náttúru, hafs og vatns Teymi náttúruverndar norður
Suðurlandsbraut 24
108 Reykjavík

Smellið hér til að sækja um starf