Sérfræðingur fiskeldis á Austurlandi

Sérfræðingur fiskeldis á Austurlandi

Matvælastofnun óskar eftir að ráða háskólamenntaðan einstakling með fagþekkingu á fiskeldi í 100% starf sérfræðings með aðsetur á Austfjörðum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Eftirlit með búnaði og rekstri fiskeldisstöðva
  • Þróun eftirlitsaðferða
  • Þróun og uppsetning gæðaskjala
  • Útgáfa rekstrarleyfa
  • Úrlausn fyrirspurna
  • Eftirlit í matvælafyrirtækjum
  • Bátaskoðanir og eftirlit með aflameðferð
  • Skýrslugerð og úrvinnsla gagna

Hæfnikröfur

  • Háskólamenntun í sjávarútvegsfræði, fiskeldi, líffræði, verkfræði eða skyldum greinum
  • Fagþekking og/eða reynsla af fiskeldi
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu er æskileg
  • Góð færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Færni í mannlegum samskiptum og vilji til teymisvinnu
  • Nákvæmni, frumkvæði, fagleg vinnubrögð og sjálfstæði í starfi
  • Reynsla af opinberu eftirliti æskileg

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsókn skal fylgja starfsferilsskrá, prófskírteini og kynningarbréf. Upplýsingar um stofnunina er að finna á vef Matvælastofnunar www.mast.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir.

  • Vinnutímaskipulag: Dagvinna
  • Starfshlutfall: 100%
  • Starfssvið: Sérfræðistörf
  • Umsóknarfrestur er til: 04.12.2020

Nánari upplýsingar veitir

Erna Karen Óskarsdóttir – [email protected] – 5304800

Smelltu hér til að sækja um starfið