
Sálfræðingur í skólaþjónustu Múlaþings
Laust er til umsóknar starf skólasálfræðings á fjölskyldusviði Múlaþings. Um framtíðarstarf er að ræða.
Múlaþing auglýsir lausa til umsóknar 100% stöðu skólasálfræðings á fjölskyldusviði. Um er að ræða nýtt starf í teymi fagfólks í skólaþjónustu sveitarfélagsins. Á fjölskyldusviði Múlaþings er rík áhersla á forvarnir og snemmtæka íhlutun með virku samstarfi fjölbreytts hóps fagaðila í teymum m.a. í Austurlandslíkaninu. Æskilegt væri að viðkomandi gæti hafið störf í síðasta lagi 1. ágúst nk.
Verkefnin eru fjölbreytt, m.a. mun viðkomandi taka þátt í að:
- Veita sálfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla.
- Sinna athugunum, greiningu og ráðgjöf vegna nemenda í leik- og grunnskólum.
- Annast eftirfylgd og mat á árangri í samstarfi við starfsfólk og foreldra.
- Veita starfsfólki leik- og grunnskóla, fræðslu, stuðning og ráðgjöf.
- Móta virka stefnu í málaflokknum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Réttindi til að starfa sem sálfræðingur á Íslandi.
- Reynsla af starfi í skólaþjónustu er æskileg.
- Áhugi á virkri þátttöku í teymistarfi.
- Góð málakunnátta og hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti.
- Góð samskipta- og skipulagshæfni.
- Góð þjónustulund og öguð vinnubrögð.
- Sjálfstæði, frumkvæði og metnaður í starfi.