Reyðarfjörður – tímavinna

Vínbúðin Reyðarfirði óskar eftir starfsfólki í tímavinnu

Við leitum að jákvæðum, glaðlyndum og þjónustuliprum einstaklingum sem eru tilbúnir að veia framúrskarandi og ábyrga þjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini
  • Framstilling á vöru og vörumeðhöndlun
  • Umhirða búðar

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Jákvæðni og góð þjónustulund
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Almenn tölvukunnátta
  • Reynsla af verslunarstörfum er kostur

Umsóknarfrestur er til og með 26. September. Allir áhugasamir eru hvattir til að sækja um á www.vinbudin.is.

Nánari upplýsingar veita Ásdís Bóasdóttir – [email protected] – 560 7880 og Thelma Kristín Snorradóttir – [email protected] – 560 7700.

ÁTVR rekur 51 vínbúð um allt land. Stefna ÁTVR er að vera í hópi bestu þjónustufyrirtækja landsins og fyrirmynd á sviði samfélagsábyrgðar.

Við viljum að vinnustaðurinn sé lifandi og skemmtilegur og vinnum markvisst að því að auka ánægju starfsfólks.

Við leggjum áherslu á að starfsfólk fái tækifæri til að þroskast og læra nýja hluti. Þannig eflum við þekkingu og kraft fyrirtækisins.

Gildi ÁTVR eru LIPURÐ – ÞEKKING – ÁBYRGÐ. Ráðningar í stöður hjá fyrirtækinu taka mið af þessum gildum.