Rafvirki/rafveituvirki Egilsstöðum

RAFMAGNAÐ STARF

Við leitum að fjölhæfu og framúrskarandi samstarfsfólki á vinnustaðinn okkar.

Rafvirki/rafveituvirki
Um er að ræða fjölbreytt starf við að tryggja örugga afhendingu raforku á Íslandi. Starfsvettvangur er um allt land og starfsstöðvarnar eru á Akureyri og Egilsstöðum.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Menntun í rafvirkjun eða rafveituvirkjun
• Reynsla af vinnu við háspennu æskileg
• Sterk öryggisvitund
• Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
• Metnaður og rík ábyrgðarkennd

Starfs- og ábyrgðarsvið
• Rekstur og viðhald á rafbúnaði í tengivirkjum (há- og lágspennubúnaði)
• Þátttaka í framkvæmdaverkefnum við endurnýjun og nýbyggingar flutningsvirkja
• Undirbúningur og frágangur verkefna á starfsstöð

Umsóknarfrestur er til 25. október 2020.
Sótt er um starfið á landsnet.is. Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf.

Nánari upplýsingar veitir Ólafur Kári Júlíusson, mannauðssérfræðing, [email protected] til að fá nánari upplýsingar