Ræstingar – Menntaskólinn á Egilsstöðum

Ræstingar – Menntaskólinn á Egilsstöðum

Menntaskólinn á Egilsstöðum auglýsir eftir öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í 80% starf við ræstingar.

Starfið felur í sér almenn þrif og hreingerningar á húsnæði ME í samstarfi við aðra ræstitækna skólans.
Engrar formlegrar menntunar er krafist en þekking og reynsla af sambærilegum störfum er kostur.
Viðkomandi þarf að geta nýtt sér tölvupóst.
Sjálfstæð vinnubrögð, nákvæmni, frumkvæði, metnaður og samskiptahæfni eru allt kostir sem sóst er eftir.
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og AFLs starfsgreinafélags.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. febrúar 2021

Í umsókn þurfa að koma fram upplýsingar um menntun, fyrri störf og meðmælendur. Umsóknir þurfa ekki að vera á sérstökum eyðublöðum.

Umsóknarfrestur rennur út 26. október n.k. og verður öllum umsóknum svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu.

Fyrirspurnir og umsóknir skal senda á netfangið [email protected] eða eftirfarandi heimilisfang:

Menntaskólinn á Egilsstöðum
b/t mannauðsstjóra,
Tjarnarbraut 25,
700 Egilsstaðir.