Ráðsmaður Fjarðabyggð
Heilbrigðisstofnun Austurlands auglýsir stöðu ráðsmanns í Fjarðabyggð, sunnan Oddskarðs og Djúpavogi lausa til umsóknar. Um er að ræða 80-100% starf (eða skv. samkomulagi) og er staðan laus strax eða eftir nánara samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
Ráðsmaður sinnir viðhaldi á eignum og tækjum HSA í Fjarðabyggð og annars staðar í stofnuninni eftir þörfum. Jafnframt sinnir hann öðrum verkum sem til falla í daglegum rekstri HSA.
Menntunar- og hæfniskröfur
Iðnmenntun er æskileg eða reynsla af viðhaldsvinnu. Viðkomandi þarf að vera laghentur, samviskusamur, geta unnið sjálfstætt, sýnt frumkvæði í störfum og haft góða samskiptahæfni. Almenn ökuréttindi eru skilyrði. Íslensku- og tölvukunnátta æskileg.