Öryggissérfræðingur Alcoa Fjarðaáls

Öryggissérfræðingur Alcoa Fjarðaáls

Alcoa Fjarðaál leitar að öflugum og reyndum einstaklingi í starf öryggissérfræðings í umhverfis- , heilbrigðis- og öryggisteymi. Hjá Fjarðaáli eru öryggi og heilbrigði starfsmanna ávallt í fyrirrúmi. Öryggissérfræðingur stuðlar að góðri öryggis- og heilbrigðismenningu með leiðsögn, ráðgjöf, þjálfun, fræðslu og eftirfylgni. Öryggissérfræðingur tekur þátt í starfi og stefnumótun umhverfis-, heilbrigðis- og öryggisteymis.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Tryggja að öryggisstjórnkerfi sér virkt og fyrirtækið uppfylli öryggisstaðla
  • Umsjón með skráningu og greiningu öryggisatvika
  • Virk þátttaka á öryggisfundum
  • Ábyrgð á uppfærslu og viðhaldi öryggismælikvarða
  • Samskipti við öryggissérfræðinga móðurfélagsins
  • Miðlun upplýsinga um öryggismál
  • Þjálfun og fræðsla í öryggismálum

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Þekking og reynsla á sviði öryggis- og heilbrigðismála
  • Sterk öryggisvitund og rík ábyrgðartilfinning
  • Umhyggjusemi og samkennd
  • Skipulagshæfni, frumkvæði, jákvæðni og lausnamiðun
  • Færni í mannlegum samskiptum, liðsvinnu og upplýsingamiðlun
  • Gott vald á íslensku og ensku

Fríðindi í starfi

  • Hádegismatur
  • Sveigjanlegur vinnutími
  • Velferða og íþróttastyrkir
  • Akstur til og frá vinnu

Frekari upplýsingar um starfið veitir Páll Freysteinsson, framkvæmdastjóri umhverfis- heilbrigðis og öryggismála, í tölvupósti pall.freysteinsson@alcoa.com eða í síma 843 7766.

Í samræmi við jafnréttisstefnu Alcoa Fjarðaáls og lög nr. 150/2020 eru einstaklingar af öllum kynjum hvattir til að sækja um.

Umsóknarfrestur er til og með 11. Apríl 2022 og sótt er um starfið í hér