
MultiTask óskar eftir verkefnastjóra
Ábyrgðarsvið og helstu verkefni:
- Verkefnastjórnun á stærri uppsetningarverkum og viðhaldi
- Skipuleggja og aðstoða aðra tæknimenn fyrirtækisins
- Almenn verkstjórn og verkefnavinna
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Sveinsbréf í rafvirkjun / rafeindavirkjun / rafvélavirkjun og eða hærra mentunar/réttindastig í þessum fögum
- Almenn þekking og reynsla af vinnu við tæknibúnað
- Sjálfstæði og frumkvæði
- Lipurð í samskiptum og vilji til að vinna með öðrum
- Góð tölvukunnátta og almenn þekking á netkerfum
MultiTask ehf. starfar í mjög fjölbreyttu umhverfi. Verkefnin eru fjölbreytt, og kerfin sem unnið er við margbreytileg. Fyrirtækið selur fjölbreyttar lausnir og búnað.
Almenn rafvirkjastörf, tölvu og rafeindatækjaviðgerðir, tæknistörf við uppsetningu, rekstur og viðhald tölvu-,net-, myndavéla-, sjónvarps-, bruna- og fjarskiptakerfa.
Viðskiptavinir MultiTask ehf eru víða um land en flest verkefnin eru á Austurlandi þar sem aðal starfsstöð fyrirtækisins er. Multitask ehf rekur einnig útibú á höfuborgarsvæðinu.
Um framtíðarstarf er um að ræða og við leitum að drífandi og metnaðarfullum starfskrafti. Góð laun í boði fyrir réttan aðila.
Við leggjum áherslu á heiðarleika, vönduð vinnubrögð og jákvætt hugarfar.
Vinsamlegast sendið umsóknir á [email protected]
Allar fyrirspurnir og spurningar vel þegnar í síma 477 1000 og/eða gegnum netfangið [email protected]
Nánari upplýsingar fást hjá Heimi Snæ Gylfasyni
s: 6939979
@: [email protected]
Umsóknarfrestur er til 20.September 2023