Mælamaður Austurlandi

Sjálfstæður og samviskusamur einstaklingur óskast í mælaumsjón og mælauppsetningu með aðsetur á Egilsstöðum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Umsjón með orkumælum
  • Tenging nýrra viðskiptavina
  • Samskipti við verktaka og viðskiptavini
  • Gagnaskráningar
  • Verkundirbúningur

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Sveinspróf í rafvirkjun
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Góð samskiptahæfni
  • Bílpróf

Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 528 9000. Ferilskrá og kynningarbréf skal fylgja umsókn.

RARIK ohf. er rekið sem opinbert hlutafélag í eigu ríkisins. Hlutverk RARIK er að dreifa raforku auk þess að afla, dreifa og annast sölu á heitu vatni. Starfsmenn RARIK eru um 200 á 20 starfsstöðvum sem eru dreifðar vítt og breitt um landið.

Umsóknarfrestur er til og með 26. september 2022 og hægt er að sækja um starfið í gegnum ráðningarvef Alfreðs: Mælamaður Austurlandi | RARIK ohf. | Fullt starf Egilsstaðir | Alfreð (alfred.is)