Lyfja Reyðarfirði – Lyfjafræðingur

Við leitum að metnaðarfullum og sjálfstæðum lyfjafræðingi til starfa í Lyfju Reyðarfirði. Um er að ræða spennandi starf og tækifæri fyrir metnaðarfullan lyfjafræðing.

Helstu verkefni og ábyrgð
Afgreiðsla, verðlagning og frágangur lyfseðla
Lyfjafræðileg umsjá og faglegar upplýsingar til viðskiptavina og annarra starfsmanna um lyf og lyfjanotkun
Pantanir á lyfjum og frágangur í reseptúr
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólapróf í lyfjafræði og gilt starfsleyfi
Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
Áreiðanleiki, metnaður og skipulögð vinnubrögð