Lyfja Fjarðabyggð – Sumarstarf

Við leitum að hressu og þjónustulunduðu fólki í sumarstörf við sölu og þjónustu í apótekum Lyfju í Neskaupstað, Eskifirði og Reyðarfirði. Um er að ræða fjölbreytt störf í lifandi umhverfi með möguleika á framtíðarstarfi.

Helstu verkefni:

  • Almenn afgreiðslustörf
  • Ráðgjöf til viðskiptavina um val á vörum
  • Afgreiðsla á kassa
  • Áfyllingar í verslun
  • Afhending lyfja gegn lyfseðli
  • Afgreiðsla á lausasölulyfjum og ráðgjöf um val og notkun þeirra

Hæfniskröfur:

  • Rík þjónustulund
  • Áhugi á mannlegum samskiptum
  • Jákvæðni og gott viðmót
  • Geta til að starfa undir álagi
  • Reynsla af verslunarstörfum er kostur
  • Reynsla af störfum í apóteki er kostur

Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg Jónsdóttir lyfsali Lyfju Neskaupstað, s. 693 2208 eða [email protected]

Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Sæktu um starfið með því að smella hér