LungA lýðskóli óskar eftir að ráða skólastjóra

LungA lýðskólinn á Seyðisfirði var stofnaður árið 2013. Hann er tilraunakenndur listaskóli og starfar samkvæmt lögum um lýðskóla. Sjá nánar á www.lungaschool.is.

Boðið er upp á tvær tólf vikna annir á ári. Nemendur skólans búa á heimavist en lágmarksaldur er 18 ár. LungA lýðskólinn er alþjóðlegur og koma nemendur víðsvegar að úr heiminum. Lagður hefur verið grunnur að nýrri námsbraut sem er enn í mótun og mun formlega hefjast í janúar 2024.

Lýðskólar leggja áherslu á að veita víðtæka almenna menntun þar sem nemandinn er í fyrirrúmi í skólasamfélaginu og fær stuðning frá kennurum og samnemendum. Námið skal stuðla að umburðarlyndi nemenda og mið að þvíað gefa þeim tækifæri til að þroskast á eigin forsendum, rækta hæfileika sína og styrkleika og auka skilning á sögu, menning, virðingu fyrir lífsgildum annarra og innviðum lýðræðislegs samfélags.

Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst 2023 eða samkvæmt samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 15. júní n.k. Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður í síma 6910576 / [email protected]

Vinsamlegast sendið umsóknir á [email protected]

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Fagleg forysta og mótun framtíðarsýnar LungA skólans í samvinnu við nemendur, starfsfólk og stjórn
  • Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri og starfsemi skólans en skólinn er fjármagnaður með skólagjöldum og styrkjum
  • Málefni er lúta að velferð og námsframvindu nemenda
  • Starfsmannamál, s.s. ráðningar, starfsþróun og vinnutilhögun
  • Samstarf við ýmsa aðila um málefni skólans, s.s. sveitarfélagið, ráðuneyti og ýmsar stofnanir

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun á einhverju þeirra sviða sem tengjast starfi skólans
  • Reynsla af kennslu og stjórnun æskileg
  • Rík hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfi
  • Frumkvæði, skapandi hugsun, fagmennska og skipulagshæfni
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti